Sveinn Andri klúðraði málinu!!

Það er alveg rétt hjá henni að málinu hafi verið klúðrað fyrir íslenskum dómstólum. Í dómi héraðsdóms sem var staðfestur fyrir Hæstarétti kemur fram að heimilt hefði verið að nota undanþáguákvæði laga sem segir til um að heimilt sé að synja um aðfarargerð (þ.e. að færa börnin til föður síns) ef liðið er meira heldur en ár og að börnin hafi aðlagast nýju umhverfi. Það á bæði við í þessu tilfelli en hinsvegar hefur Sveinn Andri, lögmaður móðurinnar, ekki nefnt þetta, hvorki skriflega í greinargerð né í munnlegum málflutningi fyrir dóminn. Rétturinn er bundinn við þær kröfur og málsástæður sem koma fram hjá málsaðilum, þ.e. lögmönnum þeirra. Það að dómurinn bendi svona augljóst á þetta er í raun og veru dómstóllinn að segja ,,hey, þú hefðir unnið ef þú hefðir minnst á þetta!"

Hins vegar er fréttafluttningur mbl. af málinu mjög einhliða og lýsir ekki í raun staðreyndum málsins. T.d. komi ekki fram að faðirinn sem var hermaður fjarri börnum sínum hafi fengið lögbann á að móðirin færi úr landi til íslands með börnin - Þessu hlýddi móðirin ekki. Þá komi heldur ekki fram að börnin hafi ekki fengið að hitta föður sinn núna í rúmlega eitt og hálft ár. Þá komi fram að hann eigi við geðrænan sjúkdóm að stríða og börnin séu hrædd við hann. Í dóminum kemur hinsvegar fram að sálfræðingur hafi rætt við börnin og að eldri sonurinn hafi ekki verið andvígur því að fara til föðursins, þó svo að hann vildi heldur búa á Íslandi og að yngri sonurinn sé of ungur til þess að við hann sé rætt.

Báðar hliðar málsins takk fyrir.


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Allir lögtæknar  Það er víst nýjasta nafn á lögfræðingum og þeir sem lengra eru komnir kallast héraðdómarar hæstaréttadómar. Allir í einu lögfræðingafélagi Íslands.  Allir eru þeir skólabræður.  Þeir eru stórhættulegir þorra landsmanna.  Þú vonast sem einstaklingur að fá hjálp eins og t.d. þessi fráskilda móðir.  Sjálfsagt hefur Andri skroppið ekki ófáar ferðirnar til USA.  Kynna sér aðstæður og þ.u.l.  Hver verður svo reikningurinn þegar upp er staðið.  Nei  það hefur verið lengi kennt að Lögfræðingar eru afætur á þjóðfélaginu

Jóhanna (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

þetta er víst borðleggandi. Konuni BER að ganga frá lögskilnaði í USA, þar sem hún bjó síðast

http://doggpals.blog.is/blog/doggpals/entry/928756/

Birgir Örn Guðjónsson, 11.8.2009 kl. 06:13

3 identicon

Sjálfsagt hefur Andri skroppið ekki ófáar ferðirnar til USA.  Kynna sér aðstæður og þ.u.l.  Hver verður svo reikningurinn þegar upp er staðið.  Nei  það hefur verið lengi kennt að Lögfræðingar eru afætur á þjóðfélaginu

Neibb hann fór ekkert til usa að kynna sér aðstæður, þessi aumkunarverði maður. Han klúðraði máli Boggu svo konunglega að það er sorglegt að segja frá því... 

Ég veit uppá hár að þessi ákvörðun hennar að koma heim, var gerð í örvæntingu og hræðslu. Hún hafði verið í 200% námi, vinnu og að auki að sjá um heimilið og börnin eins og sannri húsmóðir sæmir, og maðurinn er svo sannarlega ekki heill á geði eftir veru hans í Írak. Í þeirra samskiptum - Boggu og hennar fyrrv.  þá bauð hún honum það margoft að koma að vera með sonum sínum, hún bauð honum íbúðina til að vera þar í friði með þeim en hann neitaði alltaf.. Hann vildi til dæmis fá yngri drenginn til sín, ekki þann eldri - því það myndi redda honum hærri tekjum hjá hernum að vera skráður einstæður faðir.. Svona til að stikla á stóru í þessu máli.. Bogga er ekki vondi aðilinn í þessu sem "rændi börnunum" frá pabba sínum. Hann setti henni afarkosti sem hún sá ekki leið útúr og kom því heim.

Krissa (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: Sigrún Guðfinna Björnsdóttir

Ég er systir hennar Borghildar og ég vil bara benda á að það farbann sem faðirinn fékk á börnin var sótt um og samþykkt eftir að hún var komin til landsins. Hann hafði beðið um farbann á drengina og tímabundið forræði. Dómarinn hafði fallist á farbannið enda vissi hann ekki að Borghildur og drengirnir voru komin til Íslands en samþykkti ekki tímabundið forræði. Faðirinn sendi fram gögn sem sýndu að hann hefði fengið hvoru tveggja samþykkt. Borghildur hafði samband við réttinn sem faðirinn hafði farið fyrir og fékk sent afrit af úrskurðinum þar sem kom í ljós að hann hafði ekki fengið forræðið samþykkt

Sigrún Guðfinna Björnsdóttir, 11.8.2009 kl. 11:44

5 Smámynd: Sigrún Guðfinna Björnsdóttir

Annað sem mætti vel benda á er að eitt af gögnunum sem ekki voru lögð fyrir, fyrir héraðsdómi, voru afrit af flugmiðum Borghildar og drengjanna sem vísa eimitt að þau voru komin til landsins áður en faðirinn fór fyrir réttinn úti

Sigrún Guðfinna Björnsdóttir, 11.8.2009 kl. 13:09

6 identicon

Sveinn Andri klúðraði því greinilega !

Hvers vegna byggði hann ekki á 1.mgr.12.gr ?

Ég er nú ekki hissa á að hann hafi  ekki farið í sér ferð að kanna aðstæður,því samkvæmt minni reynslu af honum ( var minn réttargæslumaður ) þá er honum nokkuð sama......

sinnir málinu ekki ,næst ekki í hann í síma og ég fékk úrskurðinn svo með sms. fráhonum og ég fékk andlegt áfalll í kjölfarið....

 Ég á eitt orð yfir hann : Afgreiðslulögfræðingur !

Ég get ekki mælt með honum sem réttargæslu manni og greinilega svipuð vinnubrögð hér.... 

Ég þekki þessa konu ekki en  hún á minn stuðning 

Mér finnst að það ætti að sýna mikinn metnað ,þegar mál er flutt í hæstarétti

Þar tel ég reyndar nöturlegt að mál eru yfirfarin án mililiðalausra sönnunarfærslu og hlýtur því oft að skekkja myndina...

Þarna er því síðasta tækifærið ... Sá dómur er endanlegur 

Ekkert hægt að gera lagalega eftir það

A (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband