Það er alveg rétt hjá henni að málinu hafi verið klúðrað fyrir íslenskum dómstólum. Í dómi héraðsdóms sem var staðfestur fyrir Hæstarétti kemur fram að heimilt hefði verið að nota undanþáguákvæði laga sem segir til um að heimilt sé að synja um aðfarargerð (þ.e. að færa börnin til föður síns) ef liðið er meira heldur en ár og að börnin hafi aðlagast nýju umhverfi. Það á bæði við í þessu tilfelli en hinsvegar hefur Sveinn Andri, lögmaður móðurinnar, ekki nefnt þetta, hvorki skriflega í greinargerð né í munnlegum málflutningi fyrir dóminn. Rétturinn er bundinn við þær kröfur og málsástæður sem koma fram hjá málsaðilum, þ.e. lögmönnum þeirra. Það að dómurinn bendi svona augljóst á þetta er í raun og veru dómstóllinn að segja ,,hey, þú hefðir unnið ef þú hefðir minnst á þetta!"
Hins vegar er fréttafluttningur mbl. af málinu mjög einhliða og lýsir ekki í raun staðreyndum málsins. T.d. komi ekki fram að faðirinn sem var hermaður fjarri börnum sínum hafi fengið lögbann á að móðirin færi úr landi til íslands með börnin - Þessu hlýddi móðirin ekki. Þá komi heldur ekki fram að börnin hafi ekki fengið að hitta föður sinn núna í rúmlega eitt og hálft ár. Þá komi fram að hann eigi við geðrænan sjúkdóm að stríða og börnin séu hrædd við hann. Í dóminum kemur hinsvegar fram að sálfræðingur hafi rætt við börnin og að eldri sonurinn hafi ekki verið andvígur því að fara til föðursins, þó svo að hann vildi heldur búa á Íslandi og að yngri sonurinn sé of ungur til þess að við hann sé rætt.
Báðar hliðar málsins takk fyrir.
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.8.2009 | 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eins og það sé ekki nógu erfitt að fara til lögreglunnar og tilkynna atburð sem þennan heldur þarf stúlkan líka að lesa um þetta á mbl.
Hefði ekki bara verið nóg að segja 4 tilkynningar um nauðganir voru um verslunarmannahelgina? Þarf að skilgreina það frekar hvar þær voru til að auðveldara sé að komast að því hver manneskjan er. Þetta er eins og að setja eitt stórt N (fyrir nauðgun) á ennið á þeim fyrir að hafa sagt frá.
Nauðgun á Kirkjubæjarklaustri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.8.2009 | 12:28 (breytt kl. 12:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar